Sigfús Arnþórsson frá Akureyri og Svanur Gísli Þorkelsson frá Keflavík bera af öðrum sem tjá sig reglulega í pistlum á Facebook um hugðarefni sín.
Báðir liprir sögumenn sem skrifa texta sem rennur áreynslulaust líkt og bæjarlækur þannig að unun er að. Efnisvalið einatt úr óvæntri átt og húmorinn kraumar undir fínlega stilltur.
Fágætt að menn nái svo góðum tökum í rafrænni miðlun því flestum skrikar þar fótur í rembingi og tilgerð.