
“Ferðaþjónustan átti gott sumar,” segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka sem er með puttann á púlsinum:
“Erlendir farþegar um KEF voru 282 þúsund í ágúst. Alls hafa 1,5 milljón erlendra túrista farið um KEF frá áramótum, 36% fjölgun milli ára. Stefnir í 2,2 milljónir á árinu. Gjaldeyristekjur greinarinnar vaxa líka hratt. Á fyrsta hluta ársins voru þær 256 milljarðar og verða trúlega ca 600 milljarðar á árinu 2023 í heild. Til samanburðar verða heildar útflutningstekjur af fiski og áli líklega ca 700 milljarðar í ár. Flott túristasumar og trúlega áhrifaþáttur í styrkingu krónu.”