TÚRISTARNIR AÐ FATTA FÆREYJAR

  Local.fo / Færeyjum

  Færeyjar er að verða vinsæl viðkomustaður ferðamanna því umferð um Vogarflugvöll eykst á hverju ári.

  Í september fóru 33.000 farþegar um flugvöllinn og er það 13.2 aukning miðað við sama tíma í fyrra. Fyrir þessu eru margar ástæður:

  Færeyska flugfélagið Atlantic Airways er farið að fljúga til Barcelona, Möltu, Lissabon. Kanaríeyja og Mallorka og SAS hóf að fljúga á milli Færeyja og Danmerkur sem þýddi að Atlantic Airways þurfti að lækka verð sín til að standast samkeppni.

  Eins og sést á töflunni verður ekki langt þangað til um 400.000 farþegar fara um flugvöllin í Færeyjum.

  2010: 199.988 farþegar
  2011: 203.499 (1,8%)
  2012: 225.532 (10,8%)
  2013: 236.181 (4,7%)
  2014: 250.287 (6,0%)
  2015: 276.395 (10,4%)
  2016: 292.393 (5,8%)
  2017: 341.388 (16,8%)

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinBRÆÐUR Í VANDA