Dagur íslenskrar tungu leið heiður og bjartur á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember.
Andans menn minntust hans hver með sínum hætti og kom Snorri Ásmundsson þar sterkur inn úr annarri átt eins og oftar:
Dagur Íslenskra tungu! Allir í sleik!
Bubbi Morthens brást öðruvísi við:
Að syngja á Íslensku er unaður
að syngja á Íslensku er nautn
að tala Íslensku er lykillinn að velsæld
að lesa bók eða ljóð skrifuð á Íslensku
er galdur.
Íslenskt túngumál er ástæðan
fyrir velgengni minni sem tónlistarmans,
fyrir það er ég óendanlega þakklátur.