Hótel Flatey býður upp á tónlistarveislu í sumar eins og síðustu ár þar sem fram koma góðir gestir viðstöddum til yndisauka. Tónleikarnir verða allar helgar í sumar frá 10. júní til 12. ágúst og verður dagskráin fjölbreytt þetta árið.
Tónleikarnir hefjast kl 21:30/22:00 og ókeypis aðgangur.
–
- 10. júní – Stebbi & Eyfi
- 16. júní – Kebabi bois
- 17. júní – Reynir Hauksson
- 22. júní – Mugison
- 24. júní – Lay low
- 30. júní og 1. júlí – Tómas R. Einarsson & Ómar Guðjónsson
- 8. júlí – Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson
- 13. júlí – Emmsje Gauti
- 15. júlí – Una Torfa
- 22. júlí – SKE
- 29. júlí – Salka Sól
- 5. ágúst – Gullfoss & Geysir
- 6. ágúst – Bragi Árnason
- 12. ágúst – KK
