TOLLI SLAPPAR AF

    "Næs að sleppa og treysta."

    “Það er ekki fyrr en á öðrum degi hvíldar í “listinni að aðhafast ekkert” sem maður finnur fyrir þessari blessun sem fólgin er í því að nálvæmlega að gera sem minnst,” segir Tolli Morthens sem annars er athafnasamur í meira lagi að upplagi:

    “Maður er alinn upp í þessu átaka samélagi sem Ísland er þar sem hin æðsta dygð er dugnaður, blindur átrúnaður á hegðun sem getur orðið stjórnlaus. Það nefnilega ótrúlegt hve uppskeran getur orðið ríkuleg út á akri íhugunar og hvíldar, það er oft þar sem kviknar á peruni og flæðið kemur með það til manns sem maður hefur verið að streða við að fá og skilja með ómældum dugnaði á “Hamsturshjólinu”. Næs að sleppa og treysta. Ást og friður.”

    Auglýsing