TÖLDU SIG BLEKKTA – FUNDARSTJÓRAR SEÐLABANKASTJÓRA HÆTTU VIÐ

  Már Guðmundsson fráfarandi Seðlabankastjóri er í miklum vanda í fundaferð sem hann skipulagði um landið í tilefni af brotthvarfi sínu úr bankanum undir yfirskriftinni: Þróun, staða og áskoranir í peninga og efnahagsmálum við lok 10 ára skipunartíma hans (Más) í embætti.

  Fundarstjórar höfðu verið auglýstir á Ísafirði (Einar K. Guðfinsson fyrrum ráðherra), á Akureyri (Valgerður Sverrisdóttir fyrrum ráðherra), á Neskaupsstað (Smári Geirsson fyrrum formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi) og á Selfossi (Guðni Ágústsson fyrrum ráðherra).

  Bæði Einar K. Guðfinsson og Smári Geirsson hafa hrokkið til baka þar sem þeir telja sig hafa verið blekkta til að annast fundarstjórn hjá Seðlabankastjóra. Töldu að fundirnir ættu að snúast um efnahags – og sveitarstjórnarmál en ekki afrek Más Guðmundssonar í Seðlabankanum í 10 ár.

  Ísafjarðarfundurinn var haldin í gærkvöldi og þar þurfti fjölmiðlafulltrúi Seðlabankans, Stefán Jóhann Stefánsson, að taka að sér fundarstjórn þar sem Einar K. Guðfinnsson mætti ekki. Níu manns voru sagðir hafa mætt á fundinn. Spurning er hvernig fer hjá Valgerði Sverrisdóttur á Akureyrarfundinum í kvöld en ljóst að á Neskaupsstaðarfundinum verður enginn Smári Geirsson við fundarstjórn. Það er staðfest. Þá er bara Guðni Ágústsson eftir á Selfossi næsta mánudag. Hvað gerir hann?

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinOSTABÚÐIN LOKAR
  Næsta greinSAGT ER…