TÖFF TRÍÓ

    Þessi mynd birtist hér fyrir nákvæmlega tveimur árum og sýnir þrjá valinkunna menn saman í gufubaði; Albert Guðmundsson, fótboltahetju og stjórnmálaforingja, Kristinn Hallsson óperusöngvara og bakvið þá er Jón Gunnlaugsson, landsfrægur útvarpsmaður og eftirherma, afi Tobbu Marinós. Þeir eru nú allir látnir en fyrirsögni fréttarinnar var: Hvernig verða menn ríkir.

    Var spurningunni svarað með orðum Alberts úr víðfrægu Vikuviðtali þar sem hann var spurður þessari spurningar og svaraði:

    “Skapa sér traust og standa í skilum.”

    Auglýsing