TJALDUR MEÐ MERKI

    Þorarinn Helgason var á ferð í Hvalfirði, sá þar kyrfilega merktan tjald á steini og smellti af. Þetta var skammt frá Maríuhöfn í Kjós. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sölvi Rúnar Vignisson segir:

    Þórarinn (tv) og Sölvi.

    “Glæsileg mynd! Þetta mun vera einn af okkar litmerktu tjöldum úr verkefni sem snýr að lýðfræði og farkerfi íslenskra tjalda. Það er ekki oft sem við fáum endurheimtur frá íslenskum ljósmyndurum svo þessi er vel til fundin. Takk fyrir það. Þessi fugl hefur sést reglulega síðan 2016 þar sem hann var merktur við Búðarsand í Laxárvogi. Hann hefur ekki sést að vetri til og ekkert út fyrir Hvalfjörðinn. Hvort ætli hann sé staðfugl eða farfugl?”

    Auglýsing