TÍU MÍNÚTNA FJARLÆGÐIN

  Talandi um borgarlínu dettur mér í hug síkjanetið sem var sett i gang i Svíðþjóð og eftir því sem ég kemst næst var til að tengja saman borgir og landshluta varðandi fluttninga og var fullklárað 1874 sama ár og fyrstu járnbrautarteinarnir voru lagðir. (Kannski ekki alveg farið nákvæmlega rétt með staðreyndir en samt nógu rétt til að undirstrika hættuna sem þessu fylgir). Sem sagt framkvæmd sem alveg hefði verið hægt að sleppa því það kom eitthvað nýtt sem var praktískara.

  Þegar Isaac B. Tigrett stofnandi Hard Rock Cafe í London kom með mér til Íslands í apríl 1984 í vettvangskönnun þá hafði hann hugfanginn orð á því að ” everything is less than 10 minutes away “.

  Það er það dásamlega við Reykjavík og Ísland að það er allt svo aðgengilegt. Mikið vildi ég að umferð væri gerð greiðari svo allt væri í innan við 10 mínútna fjarðlægð.

  Með tilkomu Borgarlínu munum við þurfa að ferðast í strætisvögnum, þess vegna tveimur til þremur til að komast á áfangastað. Að auki fyrir okkur hin sem viljum keyra verður umferðin þyngri og þyngri því það þarf að rýma til fyrir Borgarlínuna sem fáir hafa áhuga á.

  Við erum bílaþjóð og smám saman verða allir bílar rafvæddir svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur af loftmengun. Hjól eru sport, við erum ekki í Kaupmannahöfn eða Amsterdam. Hér eru brekkur og það er langt upp í Breiðholt, Árbæ, Grafarholt og Grafarvog svo eitthvað sé nefnt. Það eru brekkur og ofan á allt er veðrið nú bara þannig að mann langer ekki alltaf til að hjóla með allri virðingu fyrir borgarstjórnarmeirihlutanum.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.29 – Smellið! /

  Pistill no.28 – Smellið!

  Pistill no.27 – Smellið! / Pistill no.26 – Smellið! / Pistill no.25 – Smellið! /

  Pistill no.24 – Smellið! / Pistill no.23 – Smellið! / Pistill no.22 – Smellið! / 

  Pistill no.21 – Smellið! / Pistill no.20 – Smellið! / Pistill no.19 – Smellið! / 

  Pistill no.18 – Smellið! / Pistill no.17 – Smellið! / Pistill no.16 – Smellið! / 

  Pistill no.15 – Smellið! / Pistill no.14 – Smellið! / Pistill no.13 – Smellið! / 

  Pistill no.12 – Smellið! / Pistill no.11 – Smellið! / Pistill no.10 – Smellið! / 

  Pistill no.9 – Smellið!/ Pistill no.8 – Smellið! / Pistill no.7 – Smellið! / 

  Pistill no.6 – Smellið! / Pistill no.5 – Smellið! / Pistill no.4 – Smellið! / 

  Pistill no.3 – Smellið! / Pistill no.2 – Smellið! / Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing