TÍSKUSÝNING Í GUÐSÞJÓNUSTU

Kirkjan bryddar upp á nýjungum til að ná til fólks. Nú verður tískusýning frá Ilse Jacobsen í messu í Vídalínskirkju í Garðabæ á Konudaginn 19. febrúar. Fyrirsætur munu ganga þar kirkjuganginn við orgelleik og boðun fagnaðarerindisins.

i Biblíunni segir: “Þá gekk Jesús í helgidóminn og rak út alla sem voru að selja þar og kaupa, hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna og mælti við þá: „Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús en þið gerið það að ræningjabæli.“

Auglýsing