TÍMDI EKKI AÐ KAUPA ÍSKÚLU FYRIR BÖRNIN – OF DÝRT

  Verðlagning á ískúlum er orðin þannig að barnafólk hrökklast frá vegna kostnaðar:

  Mætti í ísbúðina Skúbb. Krakkarnir voða spenntir að fá ískúlu. Ein lítil kúla kostar 850 krónur. Við slepptum þessu og héldum heim í staðinn. Grófum djúpt í frystinn og fundum þar ís. Sátt. Ekki sama stemmning samt. Vantaði “fara í ísbúðina” stemmninguna. Oh well,” segir fjölskyldufaðir sem lét ekki bjóða sér prísinn og fékk því ekki ísinn.

  Eva Ólafsdóttir: “Haha, greyið börnin. Hefði alltaf splæst og sleppt að fara aftur.”

  Ómar Rafn Stefánsson: “Mín reynsla er að vísu að kúlan sé ekki lítil en sammála þér með verðið. Fór í ísbúðina Valdís og keypti eina kúlu á mann fyrir fjögurra manna fjölskyldu. 2800 krónur takk fyrir.”

  Atli Viðar: “Verð nú að segja að af mörgum góðum ísbúðum er Skúbb mín uppáhalds.”

  Auglýsing