ÞYRSTIR ÞJÓFAR

Þrír Litháar voru í vikunni dæmdir í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að brjótast inn í sumarbústað í nágrenni Akureyrar.

Þeir voru dæmdir fyrir þjófnað og tilraun til þjófnaðar, með því að hafa aðfaranótt mánudagsins 20. janúar 2020 staðið saman að því að fara inn í sumarbústað og stela þaðan einni rauðvínsflösku, einni hvítvínsflösku, 6 bjórum (Einstök), ausu, brýni, fótum undan Bang & Olufsen hátalara og nokkrum appelsínum og hafa gert tilraun til að stela Bang & Olufsen hátalara að verðmæti 300.000 krónur, ryksugu og ullarteppi.

Dæmdu flúðu af vettvangi þegar eigandi bústaðarins kom að þeim við iðju sína.

Auglýsing