ÞYNGRA EN TÁRUM TAKI

“Það er miklu þyngra en tárum taki ef fullkomið skilningsleysi á algjörum tekjubresti og óvissu hjá einu stærsta fyrirtæki landsins og hryggjarstykkis í stærstu atvinnugreininni verður til þess að það geti ekki náð vopnum sínum,” segir Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs um flugfreyjur hjá Icelandair sem höfnuðu tilboði um samning.

“Það virðist vera og þeirra stuðningsfólks. Blasir við að það er líklegt að valkosturinn engin laun hafi verið valinn í staðinn fyrir skert laun. Heimildir segja að tilboðið hafi meðal annars falið  í sér hækkun allra grunnlauna, með sérstakri áherslu á lægstu laun, val um starfshlutfall, að flugstundahámörk innan mánaðar væru færð niður, auk þess sem skorður voru settar um hámarksfjölda lausráðinna flugfreyja og flugþjóna.”

Auglýsing