ÞURÍÐUR GIFTI SIG AFTUR EFTIR 40 ÁRA HJÓNABAND

    Dægurlagasöngkonan og myndlistarmaðurinn Þuríður Sigurðardóttir hélt upp á sjötugsafmæli sitt á Grænhöfðaeyjum með Friðriki eiginmanni sínum sem hún hefur verið git í 40 ár. Svo gerðist þetta:

    Nýgift (aftur) á Grænhöfðaeyjum.
    Nýgift fyrir 40 árum.

    “Ég nefndi við Friðrik þegar við héldum uppá 40 ára brúðkaupsafmælið okkar 2. desember, hvort við ættum kannski að kaupa okkur giftingahringa, því hann hafði týnt sínum í heyi fyrir 30 árum eða svo, og ég var ekki lengur með minn. “Neeeei”, sagði hann, er það ekki óþarfi? Og við ræddum það svo sem ekkert frekar. Í afmælinu mínu á Grænhöfðaeyjum tók hann það alla leið og bað mig að giftast sér aftur, úti í guðs grænni náttúrunni í hótelgarðinum, ég sagði já – og presturinn okkar Sr. Valgeir Ástráðsson, frændi og vinur, gaf okkur saman aftur að viðstöddum þessum hópi vina og frændfólks, sem eyddi kvöldinu með okkur. Enginn vissi um ætlan Friðriks aðrir en Valgeir, sem kom með hringana frá Íslandi, Emilía konan hans og Ingi og Katla í Sign. Við vorum búin að ákveða að fara í ferðina löngu fyrir brúðkaupsafmælið og hugmyndin hafði kviknað hjá Friðrik þegar hann vissi að Valgeri yrði þar líka. Hann kemur mér enn á óvart, eftir fjörutíu og eins árs kynni, þessi elska.”

    Auglýsing