ÞRÝST Á SAMKAUP TIL VARNAR DÓRA Í MJÓDD

    Ragnheiður Lilja.

    Ókyrrð og gremja er í mörgum Breiðholtsbúum yfir því matsölustaðurinn Hjá Dóra í Mjódd hætti í lok apríl þar sem Samkaup vill ekki endurnýja samninginn við hann. Nú er hafinn undirskriftasöfnun til stuðnins Dóra og Ragnheiður Lilja Beck Maríusdóttir sendir út skilaboð:

    “Ég held að það verði margir drullufúlir ef það á að loka Hjá Dóra. Mæli með að sem flestir sendi póst á Samkaup og kvarti yfir þessu, þá vonandi endurnýja þeir samninginn. Þetta er rugl. Held að margir hætti að fara í Nettó í Mjódd þar sem við höfum ekkert erindi í Mjóddina lengur. Endilega bæta því við póstinn til að sýna að það hafi slæm áhrif á fyrirtækið. Getið send póst hér.

    Auglýsing