ÞRÖSTUR VILDI KLEINU EN FÉKK DESERT

“Við hjónakornin skruppum s.l. sunnudag í smá bíltúr austur fyrir fjall og ætluðum að fá okkur kaffisopa á þægilegum stað. Þegar við vorum búin að sjá nóg af kunnuglegu landslagi, leituðum við að stað með kaffi og kökum. Það reyndist þrautinni þyngra,” segir Þröstur Ólafsson hagfræðingur og eldri borgari.

“Loksins komum við að álitlegan veitingastað. Konan fór til að forvitnast um hvort hægt væri að fá kaffi og eitthvað kruðerí. Þetta var um kl. hálf fjögur að degi til. Mér var vinkað og sagt svo vera.Við settumst og sögðumst vilja kaffi og tertusneið eða bara kleinu. Framreiðslukonan, sem talaði lélega íslensku, færði okkur matseðil og þegar ég endurtók að við vildum bara kaffi og brauð, benti hún á eftirréttarseðilinn. Við enduðum með að panta kaffi með eftirrétti, slíkum sem ég hef ekki áður fengið og mun ekki biðja um aftur. Þetta óvænta síðdegiskaffi kostaði okkur liðlega sex þúsund krónur!”

Auglýsing