ÞRISVAR SINNUM DÝRARA Í NETTÓ EN COSTCO

Anna og Berocca.

“Fyrir nokkrum árum síðan ráðlagði þjálfari minn í Hreyfingu mér að taka inn Berocca til að veita mér orkuskot og bætiefni,” segir Anna Heiða Pálsdóttir.

“Þá fór ég að kaupa freyðitöflurnar sem eru einstaklega góðar, sérstaklega þar sem ég á erfitt með að gleypa stórar pillur og betra að drekka uppleyst í vökva. Stundum er Costco með dýrari vörur en annars staðar, svo ég hafði allan vara á. Í þessu tilfelli er mismunurinn ótrúlegur. Pakki með 6 stk keypt í dag í Costco = 3.548 sem er kr. 591 staukurinn. Í Nettó kostar staukurinn 1.869 kr. Hann er meira en þrefalt dýrari.”

Auglýsing