ÞRIGGJA HÆÐA LYFTUHÚS Á 300 ÞÚSUND Á ÍTALÍU

    Kristín fílar sig í botn í Bologna.

    “Var að ganga frá leigusamningi á þriggja hæða húsi hérna í Bologna. Þetta hús er svo fallegt bæði að utan og innan að man langar bara að grenja nema hvað – það er lyfta inni í íbúðinni uppá þaksvalir. Leiga rúmlega 300 þús á mánuði og allt innifalið,” segir Kristín Reynisdóttir sem flutti tímabundið með manni sínum til Ítalíu.

    “Kæmist upp með minni íbúð en við eigum von á fullt af gestum. Leigjum þetta í tvo mánuði. Það eru alveg til litlar íbúðir a þessu verði hérna. Leigan er fremur há.”

    Sjá tengda frétt.

    Auglýsing