THORVALDSENSFÉLAGIÐ VILL STÆKKA Í AUSTURSTRÆTI

Hús Thorldsensfélagsins í Austurstræti.

Thorvaldsensfélagið, sem rekið hefur verslun með hannyrðir og annað í Austurstræti 4 í bráðum 120 ár, hefur sótt um leyfi til að byggja ofan á eign sína í miðbænum:

“Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á viðbyggingu í bakgarði og gera flóttaleið af 2. hæð húss á lóð nr. 4 við Austurstræti. Stækkun: 15,3 fermetrar.”

Thorvaldsensfélagið er góðgerðarfélag stofnað af 24 reykvískum konum árið 1875. Félagskonur eru um 100 í dag og sinna þær ýmsum verkefnum fyrir félagið í sjálfboðavinnu. Félagið rekur verslunina Thorvaldsensbazar í Austurstræti og hefur gert samfleytt frá árinu 1901. Þær hafa gefið ýmislegt til sjúkrahúsa og  fleira og halda kökubazar árlega sem vekur athygli.

Auglýsing