ÞÓRDÍS ELVA AÐ FLIPPA ÚT Á iPHONE

    Baráttukonan og kvenréttindfrömuðurinn, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, er að flippa út á iPhone símanum sínum og sendir út neyðarkall á Facebook:

    Ráð óskast: Ég hef lengi haldið tryggð við iPhone en er orðin hundleið á því hvað skjárinn brotnar auðveldlega. (Ég get svarið að hann er búinn til úr nýspunnum kóngulóarvef og huldumeyjartárum.) Eftir að vera búin að skipta þrisvar um skjá með ærnum kostnaði er ég farin að íhuga önnur símamerki. Sú staðreynd að iPhone-inn minn drepur iðulega á sér í kulda er líka að gera út af við mig. Vil að myndavélin sé vönduð. Með hverju mælið þið?

    Auglýsing