ÞJÓFÓTTUR KÖTTUR – EIGANDINN Í ÖNGUM SÍNUM

Krummi, Elísabet og..."Hér er afrakstur bara þessarar viku."

“Ég er í stökustu vandræðum með köttinn minn hann Krumma. Hann fer hér um hverfið rænandi og rupplandi,” segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir fyrrverandi verkefnastjóri og ráðgjafi átröskunarteymis Landspítala sem býr í Reykjavík.

“Fyrst kom hann alltaf með staka prjónaða vettlinga og sokka. Oft illa farna sem höfðu legið lengi úti. En svo fór hann að færa sig upp á skaftið og stelur pörum af vettlingum og sokkum  Hér er afrakstur bara þessarar viku”. Ég hef alltaf auglýst eftir eiganda þessara hluta sem hann kemur með og undanfarið þegar hann hefur verið að koma með flíkur, sem eru augljóslega prjónaðar með sama handbragðinu hef ég nánast verið með hnút í maganum yfir þessum þorpara mínum. Það hefur ekkert gengið að auglýsa efn svo loks var bankað hérna upp á af nágranna sem spurði mig hvort það gæti verið að kötturinn minn væri með slatta af vettlingum og sokkum sem hún hefði prjónað. Hún horfði á eftir honum í dag fara ofan Í töskuna hennar og stela einum vettling. Hann kom alsæll með hann heim rétt fyrir kvöldmat. Svo um það bil klukkustund seinna skaust hann aftur inn á heimili viðkomandi og ofan í töskuna og náði í hinn!”

Auglýsing