ÞJÓFNAÐIR PENINGUM AÐ KENNA?

  Að selja tómat er kapitalismi.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Öfgafullir umhverfissinnar kenna kapítalisma um hvernig komið er fyrir jörðinni. Það er álíka og að kenna peningum um alla þjófnaði. Kapítalismi hefur fylgt mannkyninu frá upphafi vega. Hann er fólginn í því að menn hafi frelsi til að stunda viðskipti. Þeir sem vilja afnema kapítalisma vilja afnema frelsi manna. Þeir vilja þjóðfélag stórabróður sem stjórnar öllum gerðum manna.

  Steini skoðar myndavélina.

  Þar sem enginn á lofthjúp jarðar hlýtur hann að vera sameiginleg auðlind allra. Ríku þjóðirnar menga eins og þær eigi þennan hjúp einar. Hegðun þeirra veldur stórskaða hjá öðrum í formi óbærilegs hita og þurrka sem valda uppskerubresti. Þær eru þjófar sem nýta sér sameiginlega eign langt umfram hlut þeirra í henni.

  Kapítalisminn er eina aflið sem getur komið til bjargar, en eins og með allan kraft þá er hann gagnslaus nema honum sé beint í réttan farveg. Stýrikerfið verður að vera það að allir greiði fyrir afnot af auðlindinni þ.e. lofthjúpnum, mengun kosti alveg eins og við krefjumst þess að útgerðin borgi fyrir afnot af sameiginlegri auðlind okkar – svo einfalt er það.

  Auglýsing