ÞJÓÐSÖGUR FYRRUM RÁÐHERRA

    Úr menningardeildinni:

    Útgáfufélagið Heimur, í eigu Benedikts Jóhannessonar fyrrum fjármálaráðherra um árabil og nú barna hans, hefur sem kunnugt er selt öll sín tímarit og flutt alla starfsemi sína úr Borgartúni ásamt fyrirtækinu Talnakönnun í Þórunnartún 2 þar sem er fjöldi lítilla skrifstofa.

    Íslenskar þjóðsögur Jóns Árnasonar í endurútgáfu Heims, sem hafa notið mikilla vinsælda, verða áfram til sölu og hægt að panta í síma 512-7575 eða í netfanginu heimur@heimur.is.

    Samkvæmt heimildum er ekki lokið fyrir það skotið að Benedikt snúi sér að útgáfu smásagna sem hann á í handraðanum en hann er lunkinn sögumaður með skemmtilega frásagnargáfu.

    Auglýsing