ÞINGMAÐUR VILL VITA HVAÐ ÞÚ BORÐAR Í MORGUNMAT

  Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þekktastur fyrir baráttu sína fyrir sölu áfengis í verslunum, er með morgunverðarkönnun á Facebook í samvinnu við Herbalifesölukonuna Auði Ýr. Hún er svona:

  Elsku facebook vinir.
  Mig langar að biðja ykkur um lítinn greiða.
  Ég og Auður Ýr erum í smá pælingum hvað fólk er að fá sér í morgunmat. Það væri æði ef þú gætir commentað tölustaf hér að neðan, eftir því hvað þú ert að fá þér í morgunmat.
  1. Ekkert
  2. Morgunkorn
  3. Hafragraut
  4. Jógúrt
  5. Ristað brauð
  6. Kaffi / te
  7. Próteinrík fæða (egg, fisk, kjöt, boost/shake, etc..)
  8. Annað – tilgreinið!
  Þið sem svarið gætuð átt von á laufléttri spurningu og gjöf. Fyrirfram þakkir!

  Þegar hafa mörg hundruð manns tekið þátt í könnuninni.

  Auglýsing