ÞIÐ MEGIÐ FOKKA YKKUR

    "Ég fraus, táraðist og þorði ekki að gera neitt."

    “Ég var unglingur. Hann var eldri bróðir þáverandi vinar míns. Hann braut á mér. Ég fraus, táraðist og þorði ekki að gera neitt. Ég var bólgin eftir hann. Ég skammaðist mín og kærði því ekki. Ég var lengi að átta mig á að þetta var ekki mér að kenna,” segir Herdís Ósk Sveinbjörnsdóttir laganemi í HR.

    “Fólk í commentakerfinu sem kenna þolanda um að brotið var gegn henni, að hún hefði ekki átt að koma sér í þessar aðstæður, að hún hefði getað labbað í burtu sjálf. Fólk sem augljóslega veit ekki hvernig andlegt ofbeldi virkar og hvað það gerir manni. Þið megið fokka ykkur.”

    Auglýsing