ÞEGAR FÚSI HÆTTI AÐ DREKKA OG DÓPA

    "...hvað það væri sem myndaði tómarúmið innra með mér sem stækkaði og stækkaði, hvort hægt væri að minnka vonleysið og sársaukan í sálinni og hvort eg væri þess verðugur að eiga líf,."

    “11. janúar 1999 er stór dagur í mínu lífi, þá labbaði ég brotinn á líkama og sál inn á Vog í þeirri von að ég myndi komast að því hvað það væri sem myndaði tómarúmið innra með mér sem stækkaði og stækkaði, hvort hægt væri að minnka vonleysið og sársaukan í sálinni og hvort eg væri þess verðugur að eiga líf,” segir Sigfús Sigurðsson handboltakempa á heimsmælikvarða og nú Fúsi fisksali í Skipholti.

    “Í stuttu þá komst ég að því að 99% af allri eymd og drullu í mínu lífi var mér að kenna en að sama skapi lærði ég að það var til lausn á vandamálinu sem var ég. Með hjálp fjölskyldu minnar og vina þá náði ég að snúa blaðinu við einn dag í einu það sem eftir er af lífinu og ævin endist ekki til að endurgjalda þeim þá gjöf sem líf mitt er í dag.”

    Auglýsing