THE BUCK STOPS HERE!

  Harry S. Truman 33. forseti Bandaríkjanna varð forseti í enda síðari heimstyrjaldarinnar í byrjun árs 1945. Hann var upphaflega varaforseti Roosevelts sem var þá nýkjörinn enn og aftur sem forseti en féll frá skyndilega.

  Truman var þekktur fyrir staðfestu og heiðarleika, má segja að hann hafi bundið enda á stríðið við Japani eftir að Þjóverjar höfðu gefist upp þegar hann samþykkti að varpa kjarnorkusprengjum á Hirosima og Nagasagi sem leiddi til uppgjafar Japana í maí 1945.

  Truman á skrifstofunni.

  Truman gegndi embætti forseta allt til ársins 1952 við góðan orðstír. Hann tók snemma upp máltækið: “The buck stops here” sem yfirfæra mætti á íslensku “Ekki á minni vakt”. Á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu var hann alltaf með lítið skilti á borði sínu þar sem á stóð: “The buck stops here” og bætti gjarnan við “I’m from Missouri”.

  Það er mikill munur á að segja að það verði að gera eittthvað í málinu sem allir eru sammála um að sé ekki í góðu lagi en engin ber ábyrgð – þetta er bara svona. Eða segja: “Ekki á minni vakt. Ég er ábyrgur”.

  Ástæða fyrir þessum vangaveltum er sú að 28. apríl var í Kastljósi Ruv viðtal við Gylfa Magnússon prófessor, formann bankaráðs Seðlabanka íslands og fyrrum viðskiptaráðherra eftir hrun. Í þessu viðtali barst talið að aðför að nokkrum starfsmönnum bankans sem öflugir aðilar eru að kæra, eða ætla að kæra vegna starfa þeirra í bankanum. Þá sagði Gylfi að það væri ekki hægt fyrir Seðlabankann (þar sem hann er stjórnarformaður) að verja einstaka starfsmenn eða halda hlífskyldi yfir einstaka starfsmönnum bankans eins og hann orðaði það.

  Nú kemur það sem ég ekki skil. Á hvaða forsendu getur bankinn ekki varið sitt starfsfólk fyrir ósanngjarnri aðför frá aðilum sem bankinn hefur verið að rannsaka vegna meintra ólöglegra gjörninga. Eru þessir starfsmenn ekki að vinna vinnuna sína fyrir bankann og þess vegna fyrir íslensku þjóðina? Er það ekki bankans að vaka yfir lögum og reglum vegna gjaldeyrisviðskipta og meðhöndlun fjármuna? Passa uppá að farið sé að lögum og reglum. Af hverju getur bankinn ekki varið sitt fólk sem er í góðri trú að gera skyldu sína fyrir þjóðina?

  Eins og ég skil þetta þá er það einmitt Gylfi, sem æðsti maður stjórnar bankans, sem hlýtur að láta öll mál bankans sig varða. Sem ætti að berjast fyrir því með kjafti og klóm að verja sitt fólk. Á hvaða forsendu er hann og bankastjórnin stikkfrí?

  Hey – hvað er að bera ábyrgð?

  Auglýsing