TEXTAHÖFUNDUR ÞJÓÐARINNAR FATTAR EKKI TEXTAHÖFUND ÁRSINS

    Kollegar - Bríet og Þorsteinn.

    “Fatta hana ekki,” segir Þorsteinn Eggertsson sem fylgdist með Tónlistarverðlaunahátíðinni í Ríkissjónvarpinu eins og margir. Þarna á Þorsteinn við Bríeti Ísis Elvar sem kjörin var tetahöfundur ársins en sjálfur er Þorsteinn ókrýndur textahöfundur þjóðarinnar á dægurlagasviðinu eftir áratuga samstarf við Hljóma frá Keflavík og fleiri.

    “Textahöfundur ársins finnst mér að hefði átt að vera Bragi Valdimar, en – þetta eru víst nýir tímar sem ég er hættur að botna í. Var samt ánægður með að Víkingur Heiðar fékk styttu.”

    Auglýsing