TESLUÆÐI FYRIR JÓLIN

    Jón Bjarki og JólaTeslan.

    “Nýskráningar fólksbíla til einstaklinga tóku fjörkipp í nóvember. Samkvæmt frétt Bílgreinasambandsins keyptu einstaklingar 791 nýja bíla í nóvember sem er aukning um nærri 1/3 milli ára og met frá því faraldur skall á,” segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.

    “Tesla var vinsælust (275 bílar) í nóvember. Þessi toppur gæti tengst stórri sendingu frá þeim framleiðanda til landsins. Frá áramótum hafa selst 6.068 nýir bílar til einstaklinga, aukning milli ára um 11,6%. Rafbílar hafa verið vinsælir í ár og 56% nýskráninga til einstaklinga er á slíkum bílum. Tengiltvinnbílar voru 18% af heildinni, hybrid 14%, dísel 7% og bensín 5%.”

    Auglýsing