TENGDÓ Í TROUBLE

  Thomas Markle bjóst ekki við þessu þegar hann vaknaði einn morgunin í Rosarito Beach í Mexikó þar sem hann er búsettur: Hann er á leið til fundar við Elísabetu Englandsdrottningu þar sem Meghan dóttir hans er aða fara að giftast Harry prins í Windsor Castle um næstu helgi.

  Prinsinn og kærastan.

  Litlir kærleikar munu vera á milli feðginanna en það kemur ekki í veg fyrir að Thomas mun leiða Meghan upp að altarinu þegar Harry prins gengur að eiga hana.

  Tomas Markle hefur ekki fengið frið fyrir ljósmyndurum heima hjá sér á Rosarito Beach en á myndum sést að hann er að kynna sér England eftir bestu getu og undirbúa sig af kappi fyrir stóra daginn 19. maí.

  Thomas hjá lókal klæðskeranum á Rosarito Beach; hann þarf að vera fínn í tauinu í brúðkaupi dótturinnar.
  Thomas á netkaffihúsi að skoða myndir af dóttur sinni og Harry prins en nettengingin heima hjá honum mun ekki vera mjög góð.
  …svo þarf að koma sér í form fyrir stóra daginn.

   

  Auglýsing