TAKK SIGGI!

Siggi og frú.

Sundlaugagestir vita sem er að nuddpottarnir eru misjafnlega góðir. Sá sem hefur séð um að þeir verði betri og betri er Sigurður Geirsson tæknifræðingur hjá Reykjavíkurborg. Siggi sér ekki aðeins um pottanna, hann sér um allt viðhaldið og að klór sé í lagi í Arbæjarlaug, Breiðholtslaug og fleiri sundlaugum. Nú fer ekki á milli mála og gestir finna það á eigin skinni hversu gott nuddið er orðið í stóra pottinum í Breiðholtslaug. Það getur fólk þakkað Sigga sem sá um að panta öflugar dælur, svo öflugar að til stendur að setja þær í sem flestar laugar og þá helst allar.

Auglýsing
Deila
Fyrri greinEFTIRÁSPEKI UM LEKA
Næsta greinSVALIR.IS