Ógleymanlegar stundir eru rifjaðar upp í dag þegar haldið er upp á 30 ára bjórafmæli Íslendinga. Eins og þessi klippa úr þingræðu Svavars Gestssonar sem eitt sinn var heilbrigðisráðherra og nú er dóttir hans í sama embætti.
Svavar var á móti bjór, ekki svo að skilja að hann hafi verið bindindismaður nema síður væri. Hann vildi bara óbreytt ástand enda var það og er eðli kerfisins.
Fyrir 30 árum. Alþingi afléttir bjórbanninu. Hádramatísk varnaræða Svavars er lýsandi fyrir forræðishyggjuna og yfirlætið sem hrjáð hefur svo marga íslenska þingmenn. Hann gat bara ekki ímyndað sér að landsmenn höndluðu frelsið til að kaupa sér "áfengt öl". pic.twitter.com/AGMCmu1Crv
— Hlynur Torfason (@HlynurTorfason) February 28, 2019