SVART SVÍNARÍ

    Neytendafréttastofan sendir skeyti:

    Afsláttartilboð íslenskra verslana á svörtum föstudegi og netmánudegi teljast fæst sérstaklega vegleg. Boðinn er svipaður eða ívið meiri afsláttur en þegar auglýst eru taxfríir daga, en þá er afslátturinn 20%. Þetta þætti ekki mikið á svörtum föstudegi í Bandaríkjunum. Þar var meðaltals afsláttur á fatnaði t.d. 47% síðasta svarta föstudag.

    Netmánudagur Húsasmiðjunnar er dæmigerður fyrir það svínarí sem íslenskum neytendum er boðið upp á. Í auglýsingunum er hamrað á allt að 50% afslætti. Þegar svo tilboðin eru skoðuð nánar, þá er 50% afslátt aðeins að finna á örfáum vörum, nokkrum barnaflíkum og einu útvarpstæki. Mörg hundruð aðrar vörur eru á tilboði á netmánudeginum, en afsláttur þar er algengastur 30%.

    Auglýsing