SUNDFERÐIN HÆKKAR UM ÁRAMÓT

    Borgarstjóri og borgari í sundi.

    Úr ráðhúsinu:

    Velflest sveitarfélög eru að gera rekstraráætlanir sínar fyrir næsta ár.  Flest bendir til þess að gjaldskrá Reykjavíkurborgar og stofnana hennar hækki um 2,5% til móts við launahækkanir á þessu og næsta ári og þá hækkar sundferðin, strætófargjaldið og fleira.  Þá er áætlað að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verði að spýta inn 260 milljónum í rekstur Strætó BS meðal annars vegna halla ársins 2019 sem er áætlaður 100 milljónir og verðlagshækkana. 

    Auglýsing