SUNDABRAUT ÓGNAR SJARMA GRAFARVOGS

    Eyjólfur rafvirki og væntanleg Sundabrú.

    Ég hef aðeins verið velta fyrir mér áhrifum á umferðarþunga sem væntanleg Sundabraut mun hafa á stofnbrautir í Grafarvogi,” segir Eyjólfur Ágúst Finnsson rafvirki hjá Veitum og íbúi í Grafarvogi:

    “Ég er nokkuð viss um að öll sú umferð sem er á leiðinni í efri byggðir Reykjavíkur, Kópavogs, Mosfellsbæ og Suðurland muni streyma gegnum hverfið okkar með aukinni mengun, ónæði og slysahættu. Það eru, sýnist mér, 2 tengingar af Sundabraut inn í gatnakerfi hverfisins, tel að þetta rýri lifsgæðin í hverfinu og hafi ekki verið mikið skoðað við þessa hönnun. Hræddur um að þetta rólega hverfi missi sjarmann sem það hefur.”

    Auglýsing