
“Tilveran er alls ekki annað hvort svört eða hvít, hún er uppfull af gráu tónunum þar á milli. Flestir tengja til að mynda heiðlóuna og hroassagaukinn við vorið og sumarið,” segir Þorfinnur Sigurgeirsson listaljósmyndari.
“Hafi maður hins vegar skilningarvitin sæmilega opin kemur á daginn að einstaklingar af þessum tegundum eru hér á meðal okkar á höfuðborgarsvæðinu allt árið um kring. Myndirnar af hrossagauknum eru teknar 4. janúar og myndirnar af heiðlóunum 7. janúar.”
