Súkkulaðiverksmiðjan Omnom stendur við sjóinn út á Granda og því þykir súkkulaðigerðarmönnunum við hæfi að fagna Sjómannadeginum með stæl – 4. júní.
Fjörið byrjar kl. 11 á Sjómannadaginn og barnaís verður á boðstólnum fyrir yngstu gestina og stemning á útisvæðinu við fyrirtækið.
Nóg verður af hátíðahöldum við höfnina og því stutt að labba með fjölskylduna í ís- og súkkulaðiverslun Omnom og gleðjast yfir ævintýralegum ísréttum. Sérstaklega er mælt með Kolkrabbanum í tilefni dagsins.
Opið verður í ísbúð Omnom frá 11-20 – ókeypis ís fyrir börn undir 12 ára, ís með sósu eða krömbli að eigin vali.
Auglýsing