“Sagt er að margt sé í gangi í orkuskiptum og loftslagsmálum,” segir Glúmur Björnsson efnafræðingur og eiginmaður Sigríðar Andersen fyrrum dómsmálaráðherra:
“Margir eru að skrifa skýrslur, hanna vefi og líkön, sækja ráðstefnur og ferðast um heiminn í nafni þessara mála. Opinberar stofnanir blása út, styrkir flæða og grænir skattar hækka. Því miður sést árangurinn ekki á myndinni.”