STROMPLEIKUR Á SKAGA

    Lagt hefur verið til við bæjarráð Akraness að gerð verði skoðanakönnum meðal  íbúa hvort að Sementsstrompurinn, kennileiti bæjarins um áratugaskeið, verði látinn víkja eða ekki.

    Gamlir Skagamenn vilja að strompurinn haldi því þarna er hann búinn að vera svo lengi. Og þegar Fons, þekktur franskur  kokkur vann á veitingastað  á Akranesi, vildi hann gera veg strompsins sem mestan og kalla Akranes Strompabæ.


    Halldór Laxness skrifaði leikrit sem hét Strompleikur; fyrir sköllóttan skósmið og sminkaða ljósku eins og það hét í fyrirsögn Morgunblaðsins – sjá hér.

    Auglýsing