STRANDHÓTEL Á KJALARNESI

    Þetta verður glæsilegt í Nesvík.
    Íslenkar fasteignir ehf. og Plús Arkitektar ásamt fjárfestum hyggjast byggja 100 herbergja hótel auk 12 stakstæðra húsa í Nesvík á Kjalarnesi og hafa fengið það samþykkt hjá Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Svo segir í kerfisbréfi:

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Plúsarkitekta ehf. að deiliskipulagi fyrir Nesvík á Kjalarnesi, sem felst í uppbyggingu á ferðaþjónustu á jörðinni. Áformin eru að reisa hótel og heilsulind með allt að 100 herbergjum auk 12 stakstæðra húsa sem verða leigð út sem gistirými og þjónustuð af hótelinu. Hönnun og frágangur miðar að því að halda í staðaranda Nesvíkur og falla sem best að landi, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr…Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2021, sbr. a. lið 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr.1020/2019.
    Eigendur Íslenskrar fasteignar eru þeir Arnar Þórisson 30%, Þórir Kjartansson 30% og Gunnar Thoroddsen sem er stjórnarformaður. Íslenkar fasteignir ehf. hafa verið með mörg verkefni í vinnslu svo sem Edition Hótel við Austurbakka Reykjavíkurhafnar.
    Auglýsing