STRÆTÓ Í HEIÐMÖRK – TAKK!

  Kristín vill komast í Heiðmörk í strætó.

  “Ég vil fá almenningssamgöngur, þ.e. strætisvagna, sem ganga á sumrin um Heiðmörk. Til dæmis með það í huga að þessi náttúruparadís sé fyrir alla, líka bíllaust fólk á höfuðborgarsvæðinu,” segir Kristín Hafsteinsdóttir og brennur í skinninu:

  “Hugsið ykkur! Í “gamla daga” gengu vagnar upp í Lækjarbotna! Eitt af svörunum sem ég hef fengið er ábending um vagna upp í nýju byggðirnar þarna einhvers staðar upp frá og ganga svo með börnin alla leið inn á svæðið. Nógu gott fyrir bíllausar (lesist fátækar?) barnafjölskyldur! En síðasta svarið – og það sem ég gafst upp á – var það að vegirnir í Heiðmörk væru svo lélegir að þeir myndu molna undir strætisvögnunum!

  Reyndar hef ég í mörg ár farið um Heiðmörk með skólahópa í rútum.
  En núna? Slökkviliðið ekur eftir þessum vegum alveg eins og rúturnar sem ég hef notað undir akstur á nemendum mínu hér áður fyrr. Og núna? Enga bíla í Heiðmörk! Smávagnar sem fara um svæðið á vegum strætó ættu að duga með tengingu við strætóstoppustöðvar. Smávagnarnir ættu að aka á metani eða rafmagni.”
  Auglýsing