STÓRIBRÓÐIR AÐ STJÓRNA

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Vestrænt lýðræði byggist á frelsi einstaklingsins sem aftur byggir á trausti til einstaklinga. Andstaðan er fyrirhyggjuríkin sem telja stjórnvöld viti betur en almenningur. Þegar við búum við ríkisstyrkt heilbrigðiskerfi getur verið þörf á að vernda almenning gegn eigin gerðum. Það byggir á því að frelsi einstaklingsins takmarkast af frelsi annarra. Þess vegna er reynt að stemma stigum við hegðun sem valda álagi á kerfið. Við reynum t.d. að takmarka reykingar.

  Af þessum sökum höfum við lyfjaeftirlit, sem á að koma í veg fyrir að menn taki inn lyf sem eru hættuleg. Lyfjaeftirlitið er ekki í því hlutverki að verja hagsmuni lyfjafyrirtækja þó á stundum það hegði sér þannig.

  Það sem ég geri hér að umræðuefni er eitt þeirra lyfja sem Lyfjastofnun hefur ekki leyft en nú er verið að þrýsta á breytingu á þeirri afstöðu. Lyfið heitir Ivermectin og er þekkt lyf við sníkjudýrum. Það hefur verið notað í yfir 40 ár með góðum árangri og án mikilla aukaverkana. Prófanir ná ekki til nokkurra þúsunda heldur hafa margir milljarðar skammtar verið gefnir. Það er viðurkennt lyf t.d. hjá lyfjastofnun Bandaríkjanna.

  Vaxandi áhugi á þessu lyfi stafar af því að það truflar fjölgun veira eins og Sars veirunnar sem veldur Covid-19. Bæði hefur það sýnt sig að virka í tilraunaglösum, það hefur stytt sjúkdómslegur smitaðra Covid sjúklinga og þeir sem taka það veikjast ekki eins alvarlega. Inntaka þess í Afríkuríkjum er talin ástæða þess að Covid sjúkdómurinn hefur ekki verið eins skæður þar eins og á Vesturlöndum.

  Þar sem það er bæði ódýrt og hættulítið og rannsóknir benda til þess að það hafi áhrif, af hverju er mönnum ekki frjálst að kaupa það og flytja hingað til landsins. Er stóribróðir að stjórna meira en eðlilegt er í frjálsu landi?

  Auglýsing