Steini pípari sendir myndskeyti:
–

Fram undan er asahláka og hækkar hiti töluvert á sunnanverðu landinu, eftir töluvert langan og frostamikinn kafla í margar vikur.
Að mínu mati er skyldumæting um helgina í bústaðinn þar sem töluverðar líkur eru á því að einhvers staðar hafi frosið í vatns og hitakerfi í bústaðnum. Helstu staðir eru herbergi sem gleymst hefur að hafa hita í, salerni og geymslur. Eins er hætta á að frárennslið í plaströrum hússins séu frosin að innan ef hefur dropað úr krana í niðurfallið, oft eru skolplagnir ekki í jörðu umdir bústöðum, því frýs vatnið sem rennur í skolprörið.
Svo er það blessaður heit potturinn sem er oft frosinn eftir svona frostakafla.
Ekki slá því á frest að skreppa í bústaðinn. Sem dæmi má nefna að ef frosið hefur í röri í hitakerfi þá rústast bústaðurinn í einum sólarhring.
Gangi ykkur vel!