STOLIÐ ÚR BREIÐHOLTSLAUG

    Í síðustu viku var brotist inn í Breiðholtslaug og stolið þar 50 þúsund í peningum og hálfri milljón í strætókortum, strætómiðum og sundlaugarkortum.

    Þjófarnir virðast hafa brotið rúðu í Íþróttahúsinu við hliðina og komist inn um millidyr inn á skrifstofu þar sem þeir sóttu góssið.

    Lögreglan rannsakar málið en enginn hefur enn verið handtekinn en farið er að bera á því að miðar og kort frá Strætó séu seld á braskvef í þó nokkrum mæli

    Auglýsing