BÖLVUÐ STÖÐNUN BLASIR VIÐ

  Kofaræksni heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Steini skoðar myndavélina.

  Stöðnun eða kyrrstaða í þjóðfélagi er mjög varasamt fyrirbrigði sem öll stjórnvöld reyna að lagfæra um leið og vart verður við. Áhrif stöðnunar eru misfljót að koma fram í þjóðfélögum, fer aðallega eftir hversu miklar auðlindir landið hefur aðgang að og hvernig velmegun og hagvöxtur hefur verið áður en stöðnunin hófst.

  Á íslandi er stöðnun búin að ríkja í meira en átta ár. Aðstæður á Íslandi eru þess eðlis að áhrif stöðnunar hefur enn ekki komið glöggt fram. Enda verið sótt verulega í landsbirgðirnar. Það mun verður mjög erfitt að vinda ofan af einhæfninni. En það er hægt, en landinn á eftir að finna rækilega fyrir því. Fyrst verðum við látin vita að staðan sé ekkert voðalega góð og síðan tilkynnt að kosningaloforðin verði að bíða í töluverðan tíma.

  Sjáum til hvað setur.

  Auglýsing