

“Það er gott veður. Spáin er góð. Við búum okkur vel. Erum vel skóuð og klædd, með nesti og öryggisbúnað í bakpoka. Við löbbum af stað og skiljum næstum tólf ára dreng eftir í bílnum því einhver hefur ákveðið að okkur sé ekki treystandi til að fara í göngutúr með honum,” segir Sævar Helgi Bragason (Stjörnu Sævar) sem er óánægður með nýju reglurnar se meina börnum undir 12 ára aldri að fara á gosstöðvarnar.