STJÓRNARSKRÁIN ’44 KANNSKI NÝJA STJÓRNARSKRÁIN

“Það er oft látið eins og ein stjórnarskrá hafi verið í gildi í allan þann tíma sem Ísland hefur verið formlega til sem fullvalda ríki. Það er ekki rétt. Það er iðulega litið fram hjá stjórnarskrá konungsríkisins Íslands frá 1920,” segir Dr. Bjarni Már Magnússon prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

“Formleg staða Íslands frá 1918-1944 svipar til stöðu Kanada og Ástralíu í dag, fullvalda ríki með erlendan þjóðhöfðingja. Þetta gleymist oft. Endurómur sjálfstæðisbaráttunar þvælist hér fyrir. Stjórnarskráin frá 1944 er kannski nýja stjórnarskráin.”

Auglýsing