STJÓRNANDI VEÐURSINS

Einar og kortið.

“Fyrirstöðuhæð er nú að hreiðra um sig yfir Grænlandi. Hún verður sannkallaður stjórnandi veðursins á okkar slóðum,” segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og birtir þetta kort.

“Spákortið sem gildir nk. föstudag sýnir reyndar “aukastjórnanda”, þ.e. minni fylgihæð sem þarna má sjá suðvestur af landinu. Auk þrýstings sýnir kortið lituð frávik. Hefur ekkert (a.m.k. lítið) með hita að gera!

Hér verður smám saman N-átt af hægari sortinni. Eitthvað kólnar og með næturfrosti. En hins vegar að mestu laust við hret. Þá má vænta margra sólardaga, einkum sunnan- og vestanlands.”

Auglýsing