“STERKUR KARAKTER” – ÁNÆGJA MEÐ NÝBYGGINGU ALÞINGIS

    Hilmar, Guðrún Erla, Eyþór og nýbygging Alþingis á lokametrunum.

    “Nýbygging Alþingis er að koma meira og meir i ljós. Hún lofar góðu,” segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt sem fylgist vel með þróun mála þegar nýbyggingar og skipulag eiga hlut að máli í borgarlandinu.

    Guðrún Erla Geirsdóttir myndlistarkona og fyrrum borgarfulltrúi tekur undir:

    “Allt í kring eru steinhús með m.m. byggingastílum 20. aldar (að frátöldu Iðnó sem er stakstætt á uppfyllingu út í Tjörn). Nýbyggingin stingur ekki í stúf við þann ,,bútasaum” t.d. Ráðhúsið, Oddfellovhúsið, húsin við nyrðri hluta Tjarnagötunnar td Tjarnabíó, hornhús Vonastræti/Tjarnargata og Happdrætti HÍ bygginguna. Gluggaform nýbyggingarinnar viðist að stærð og formi (gullinsnið?) taka mið af þeim í Þórshamari (byggt 1912). Auk þess er skrifstofubygging Alþingis klædd steini frá m.m. stöðum landsins sem gefur henni sterkan karakter.”

    Og Eyþór Arnalds fyrrum borgarstjóraefni sjálfstæðismanna í borgarstjórn: “Flórensk áhrif í klæðningunni.”

    Auglýsing